tisa: Hæ Kalli

miðvikudagur, mars 01, 2006

Hæ Kalli

Það virðist allt fara til fjandans þegar ég yfirgef tölvuna mína í nokkra daga, fólk fer að gruna mig um að hafa blokkað sig á msn og skammar mig fyrir að blogga ekki nóg. Það eru engin takmörk fyrir því hvað ég mikilvægur partur af veraldarvefnum.

Ástæða mín fyrir þessu hvarfi er sú að ég er upptekin!

Ég er upptekin við að læra á bíl.
Ég er upptekin við að vinna fyrir ökunáminu mínu.
Ég er upptekin við að sofa í tímum.
Ég er upptekin við að eiga kærasta.
Ég er upptekin við að fá 3.1 í prófum.
Ég er upptekin við að sofa.

Sorry Kalli (Tölvan mín heitir Kalli) ég er busy.


En já, Tinna hin örvhenta og örvinglaða er sest undir stýrið og þeir sem verða fyrir barðinu á henni eru kantar og aftur kantar. Mér fer samt fram þó ég drepi óspart á bílnum við stöðvunarskyldu og önnur tækifæri og keyri alltaf á 50 í 30 götum. Engin er samt dáinn af völdum mínum, þó ég myndi óhikað negla á nokkra útvalda einstaklinga. Því eins og Óli ökukennari segir þá er það hann sem er ábyrgur.

Manneskja sem ég myndi keyra á, bakka svo aftur og að lokum keyra aftur yfir er maður sem ég kýs að kalla Hr. Laugardagskvöld.

Laugardagskvöld er feitur maður með ljót gleraugu og alltaf er hann í ógeðslegri, brúnni úlpu. Hann leggur það í vana sinn að koma í vinnuna og sníkja mat með eins dónalegum hætti og mögulegt er. Hann kvartar og kveinar og heimtar meira, blótar að manni og lætur við mann eins maður sé skíturinn undir skónum hans.

Takið eftir að þetta er ekki vistmaður á Hrafnistu.


Skemmtileg staðreynd: Á morgun verð ég komin með æfingaakstur, það styttist í þetta...

Svo þarf ég að fara að ákveða hverjum ég ætla að veita þann heiður að fara með í fyrsta road-trippið.


Jæja, komið með eins skemmtileg komment og þið mögulega getið.
Entertain me.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 14:44

7 comments